Sagan okkar

Gleraugnaverslunin Ég C var stofnuð árið 1996 þann 9. ágúst. Eigendurnir eru Erla Magnúsdóttir og Sigurður Óli Sigurðsson bæði menntaðir sjónfræðingar frá Þýskalandi og Noregi þar sem þeirra framhaldsnám fór fram.  Einnig hefur Rúna G. Stefánsdóttir starfað hjá fyrirtækinu í um 18 ár.

Frá fyrsta degi hefur aðal áherslan verið lögð á góða og faglega þjónustu.  Alltaf verið miklvægt að bjóða upp á gæða sjóngler frá Essilor. Við veitum hverjum og einum ráðgjöf um hvaða gler verða fyrir valinu hverju sinni.  Flóran af margskiptum glerjum er mjög mikil og skiptir því máli að velja réttu tegundina sem hentar hverjum og einum. Einnig eru svokölluð nærvinnu- og tölvugleraugu mjög vinsæl sem henta vel við alla tölvuskjávinnu og við alla nærvinnu. Við erum þekkt fyrir okkar breiða úrval af umgjörðum, einnig leggjum við áherlsu á vönduð og endingargóð barnagleraugu.

Í gegnum árin höfum við lagt okkur fram við að bjóða upp á veglegt úrval Polaroid veiðigleraugna og skotgleraugu fá Pilla. Ennfremur gerum við íþróttagleraugu ýmis konar og sólgleraugu með sjónstyrk. 
Auk alls þessa bjóðum við að sjálfsögðu upp á augnlinsur, daglinsur, mánaðarlinsur og margskiptarlinsur.

Rúna og eigendurnir, Sigurður Óli og Erla

Rúna og eigendurnir, Sigurður Óli og Erla

Sjónmælingar er stór þáttur af okkar þjónustu, hægt er að hringja og panta tíma eða koma við hjá okkur, en oft má fá tíma með stuttum fyrirvara.

Við hlökkum til að heyra frá ykkur.

 

Sendu okkur línu!